Tugþúsunda álögur án fyrrivara

Göfugt markmið að mismuna ekki eftir sjúkdómum. En sjúkdómar eru mjög mismunandi í eðli sínu og sumum sjúkdómum fylgir mikill kostnaður annar en lyfjakostnaður.

 Sjá grein frá sykurskjúkum sem er sá hópur sem lendir einna verst í nýja kerfinu.

Kíkið athugasemdirnar á undirskriftarlistanum og sjáið hve margir eru að lenda illa í þessu.

Fólk er ekki að sjá fram á að eiga fyrir fyrsta þrepinu í þessu nýja kerfi. Þeir sem hefðu á nokkrum mánuðum getað sparað fyrir fyrsta þrepinu fá engan tíma til þess. Eru þvinguð til þess að fá lán hjá banka eða smálána fyrirtæki til að dekka óvæntan lyfjakostnað.

Það er lágmark að fresta þessari gildistöku  í 6 mánuði eða hætta við þetta alveg og skoða málið betur.

Þú setur ekki tugþúsunda álögur á fólk án fyrirvara.

Sérstaklega ekki fólk sem þarf lífsnauðsynlega á lyfjum að halda.


mbl.is Sanngjarnara að mismuna ekki sjúkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Fólk á vanskilaskrá fær ekki lán, hvorki hjá smálánafyrirtækjum né öðrum "bönkum".

Hver verða örlög þeirra sjúku einstaklinga, sem ekki báðu um að verða sykursjúkir né giktarsjúkir?

Hvað segja öll "mannréttindasamtökin"? Standa þau undir nafni? Til hvers höfum við alþingi og ríkisstjórn á Íslandi, ef ekki er hægt að nota þetta fjöldamanna-"löggjafa"-sett til að bjarga mannslífum og heilsu almennings?

Það mun ekki koma hjálp frá ESB, til að greiða götu þessa sjúka og svikna fólks. Þjóðir ESB hafa nóg með sig í nánustu framtíð, og næsta fjárglæfra-bankafall ekki langt undan.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.4.2013 kl. 16:12

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

af þessum pistli að dæma ert þú á því að rétt sé að mismuna sjúklingum eftir sjúkdómum. þú minnist á sykursýki. í greininni (sem þú bendir á) er talað um að þeir sem hafi gigt komi til með að 'græða' á þessu kerfi. segðu okkur hvers vegna það er rétt að niðurgreiða sykursýki en ekki gigt.

Rafn Guðmundsson, 26.4.2013 kl. 16:56

3 Smámynd: Sigurður Jónas Eggertsson

Þér að segja Rafn að þá er ekki sátt um þessa frétt meðal gigtarsjúklinga því þessi breyting kemur illa niður á þeim, þetta kemur líka illa niður á þeim sem eru að tala lyf við ADHD og flogaveikum.....
Ein kona í stjórn Gigtarfélags íslands kom í fréttum RÚV og var alfarið á móti þessari breytingu.

Ef á að rétta hag sjúklinga óháð sjúkdómum þá er ekki hægt að horfa eingöngu á lyfjakostnað heldur þarf að horfa á heildar kostnað sjúklinga.

Ég tel að gamla kerfið sé betra að því leiti að þeir sem eru með fulla niðurgreiðslu eru yfirleitt þer sem hafa talsverðan auka kostnað með sínum sjúkdómum.

Nýja kerfið er þar með að mismuna fólki eftir sjúkdómum.

Sigurður Jónas Eggertsson, 26.4.2013 kl. 18:08

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

takk fyrir svarið - ef það er rétt að þeir sem fá fulla niðurgreiðslu eru yfirleitt með meiri kostnað af sínum sjúkdómum þá þarf að að koma fram - ég hef ekki séð það - ertu með einhver dæmi um svoleiðis

Rafn Guðmundsson, 26.4.2013 kl. 21:12

5 Smámynd: Sigurður Jónas Eggertsson

Besta dæmið eru sykurjúkir (insúlínháðir), alskonar tæki og tól til að mæla sig daglega, fara nokkrum sinnum á ári í eftirlit hjá læknum. Kostnaður talinn vera um 140-180þ á ári og 70.000 lyfjakostnaður er þá að vega þugnt. http://www.austurglugginn.is/index.php/Gluggapostar/Adsendar_greinar/Nytt_lyfjafrumvarp_er_thungt_hogg_fyrir_folk_med_sykursyki_1

Sigurður Jónas Eggertsson, 26.4.2013 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónas Eggertsson

Höfundur

Sigurður Jónas Eggertsson
Sigurður Jónas Eggertsson

Tölvunarfærðingur á besta aldri sem sér margt sem mætti fara betur hjá hinu obinbera.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband