Færsluflokkur: Spaugilegt
26.4.2013 | 22:54
Amma, 90 ára þann 29 apríl, kaus í dag
Mamma dreif gömlu konuna hana ömmu mína 89 ára gamla. Hún fékk að fara fremst í röðina á göngugrindinni sinni. Þegar í kjörklefann var komið voru nokkrir stimplar sem átti að nota til að merkja kjörseðilinn með þeim listabókstaf sem hún vildi kjósa.
Hún var alveg harðákveðin í að styðja nú barnabarnið sitt og tók upp stimpilinn sem stóð á T. En þegar hún skellti T-inu á blaðið þá kom ekkert á seðilinn. Hún kallar fram og segir að það komi ekkert. Einn fulltrúanna kemur til að aðstoða hana og sér þá að hún hafði stimplað T-ið í lófann á sér. Fulltrúin aðstoðar hana svo að hún fari nú ekki með atkvæðið aftur heim í lófanum.
14% atkvæðisbærra hafa kosið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt 27.4.2013 kl. 00:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigurður Jónas Eggertsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar