Færsluflokkur: Bloggar
26.4.2013 | 22:54
Amma, 90 ára þann 29 apríl, kaus í dag
Mamma dreif gömlu konuna hana ömmu mína 89 ára gamla. Hún fékk að fara fremst í röðina á göngugrindinni sinni. Þegar í kjörklefann var komið voru nokkrir stimplar sem átti að nota til að merkja kjörseðilinn með þeim listabókstaf sem hún vildi kjósa.
Hún var alveg harðákveðin í að styðja nú barnabarnið sitt og tók upp stimpilinn sem stóð á T. En þegar hún skellti T-inu á blaðið þá kom ekkert á seðilinn. Hún kallar fram og segir að það komi ekkert. Einn fulltrúanna kemur til að aðstoða hana og sér þá að hún hafði stimplað T-ið í lófann á sér. Fulltrúin aðstoðar hana svo að hún fari nú ekki með atkvæðið aftur heim í lófanum.
14% atkvæðisbærra hafa kosið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 27.4.2013 kl. 00:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2013 | 17:52
Velferðarráðuneytið reynir að bjarga sér fyrir horn
Fyrir 10 dögum síðan sagði fulltrúi SÍ að verið væri að skoða greiðsludreifingu en það yrði ekki tilbúið áður en kerfið færi í loftið.
Þrátt fyrir þessa greiðslu dreifingu þá er stór hópur fólks sem hefur ekki greitt fyrir lyf sín hingað til og á skuldavanda og nær varla endum saman. Þessi greiðsludreifing mun ekki koma að neinu gangi fyrir þann hóp. Einnig er ekkert hámark komið á lyfjakostnað heimila. Mörg heimili eru með fleiri en einn einstakling á dýrum lyfjum og mun þetta koma illa niður á þeim þrátt fyrir greiðsludreifingu því hún gerir bara ráð fyrir einstaklingum.
Það er ljóst að sá þrýstingur sem undirskriftarsöfnunin hefur valdið er að skila sér í því að ráðuneytið er að reyna að hífa upp um sig buxurnar en það vantar samt belti eða axlarbönd til að halda þeim uppi.
Nú er bara spurning hvort ráðuneytið geti ekki frestað gildistökunni svo allir nái að átta sig á breytingunum og að þeir sem eiga í greiðsluvanda fyrir geti haft samband og óskað eftir úrræðum. Fulltrúi SÍ hefur gefið það út að ekki verði fylgst með þeim sem geta ekki leyst út lyfin sín á neinn hátt og það er óásættanlegt.
p.s.
Og hvað ef lyfsali sækir ekki um - hvað þá?
Lyfjakaupendur geta dreift kostnaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2013 | 15:34
Tugþúsunda álögur án fyrrivara
Göfugt markmið að mismuna ekki eftir sjúkdómum. En sjúkdómar eru mjög mismunandi í eðli sínu og sumum sjúkdómum fylgir mikill kostnaður annar en lyfjakostnaður.
Sjá grein frá sykurskjúkum sem er sá hópur sem lendir einna verst í nýja kerfinu.
Kíkið athugasemdirnar á undirskriftarlistanum og sjáið hve margir eru að lenda illa í þessu.
Fólk er ekki að sjá fram á að eiga fyrir fyrsta þrepinu í þessu nýja kerfi. Þeir sem hefðu á nokkrum mánuðum getað sparað fyrir fyrsta þrepinu fá engan tíma til þess. Eru þvinguð til þess að fá lán hjá banka eða smálána fyrirtæki til að dekka óvæntan lyfjakostnað.
Það er lágmark að fresta þessari gildistöku í 6 mánuði eða hætta við þetta alveg og skoða málið betur.
Þú setur ekki tugþúsunda álögur á fólk án fyrirvara.
Sérstaklega ekki fólk sem þarf lífsnauðsynlega á lyfjum að halda.
Sanngjarnara að mismuna ekki sjúkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.4.2013 | 10:57
Undirskriftarlisti gegn þessum breytingum
Undirskriftarlistinn gegn þessum breytingum hefur aldrei verið líflegri enda umræðan rétt ný hafin korter í að lögin taka gildi. Það hefur algjörlega misfarist að kynna breytingarnar í tæka tíð fyrir sjúklingum.
Saman getum við fengið þessu breytt.
Sykursjúkir sitja í sjokki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.4.2013 | 10:00
Dögun vantar lítið til að ná 3-5 inn á þing
Dögun hefur verið á stöðugri uppleið í síðustu könnunum enda allir á fullu að kynna málefnin. Við í Dögun ætlum alla leið og Við ætlum að leiðrétta lánin, stöðva fullnustu aðgerðir og tryggja lágmarksframfærslu.
Við ætlum að hámarka arð þjóðarinnar af náttúruauðlindum og tryggja sjálfbæra nýtingu.
Við ætlum setja stjórnarskrá fólksins sem allra fyrst til þjóðaratkvæðis.
Dögun vantar innan við 2% til að ná 3-5 fulltrúum á þing. 40% kjósenda ennþá óákveðnir. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands dagana 17. - 23. apríl.
Nánast jafnstórir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.4.2013 | 00:07
Horfa ekki á kostnað fjölskyldunnar
Við erum ekki bara einstaklingar. Í þessu nýja kerfi þá hefur algjörlega gleymst að horfa á stöðu fjölskyldunar. Oft eru sjúkdómar ættgengir og legst því þessi breyting illa á margar fjölskyldur. Fulltrúi SÍ svaraði því til að þeim hefði aldrei dottið í hug að skoða þetta frá sjónarhorni fjölskyldunar.
Sumir greiða minna, aðrir meira | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.4.2013 | 23:54
Greiða fyrir að halda lífi
Í nýja kerfinu krefst SÍ hlut í afslætti til sjúklinga og mun þessi afsláttur leggjast af í nýju kerfi.
http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=b02f1cf8-83f9-4f1c-83e3-7a79f5616319
D) - Ég kvartaði undan stuttum fyrirvara til umb. Alþingis þar sem frumvarpið var ekki gefið út fyrr en 9. apríl 2013 og þá innan við mánuður til gildistöu laganna. Allt of stuttur fyrir vari fyrir svona íþyngjandi breytingar. Árið 2011 fékk LÍN ávítur frá umb. Alþingis fyir að gefa námsmönnum aðeins 2 mánaðar fyrirvara fyrir að viðhafa ekki vandaða stjórnsýslu.
E) - yfir 2500 hafa tekið þátt í undirskrftarlista gegn þessum breytingum.
https://www.change.org/petitions/gu%C3%B0bjartur-hannesson-velfer%C3%B0arr%C3%A1%C3%B0herra-h%C3%A6tta-vi%C3%B0-fyrirhuga%C3%B0ar-breytingar-%C3%A1-l%C3%B6gum-um-grei%C3%B0slu%C3%BE%C3%A1ttt%C3%B6kulyfja
Þar má finna athugasemdir frá þeim sem skrifa undir og margir hverjir sjá ekki fram á að geta greitt fyrir lyfin sín vegna hærri lyfjakostnaðar jafn vel þó að boðið yrði upp á greiðsludreifingu.
Dæmi um athugasemd:
"Er með insúlínháða sykursýki og sé ekki fram á að geta borgað lyfin mín sem ég þarf. Það verður gaman á sjúkrahúsunum þegar allt fyllist af einstaklingum sem hafa ekki efni á lyfjunum sínum."
Athugasemdir sem þessar fylla 60 síður í pdf-skjali.
F) Ráðuneytið er að skoða greiðsludreifingu en samkvæmt fulltrúa SÍ þá verður það ekki tilbúið áður en kerfið fer í gang 4. maí.
G) Ég spurði SÍ hvernig þau ætluðu að fylgjast með þeim sem hafa ekki efni á lyfjunum og munu ekki kaupa lyfin vegna hærri kostnaðar. Svarið var: við munum ekkert fylgjast með þeim.
Greiða fyrir að halda lífi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigurður Jónas Eggertsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar